Lúxuskvöld við gömlu höfnina í Reykjavík

Brottför:

18:00

Ferða tími:

45 Mínútur

Árstíð:

Allt Árið

UM FERÐINA

Dekraðu við einhvern sem þú elskar með dásamlegri siglingu með snekkjunni Hörpu áður en farið er í forrétt aðalrétt og eftirrétt á Kopar.

Snekkjan Harpa opnar 17.30. Við siglum úr gömlu höfninni frá bryggjunni beint fyrir neðan Veitingastaðinn Kopar kl. 18.00 og sjáum, borgina frá nýrri hlið. Siglum að Viðey og Engey áður en við komum aftur í höfn eftir u.þ.b. 45 mínútur. Skemmtileg sigling og borgin frá öðru sjónarhorni.

Þegar komið er aftur í land eftir skemmtilega siglingu, bíður forréttur, aðalréttur og eftirréttur á veitingastaðnum Kopar sem er við bryggjusporðinn.

  • Forréttur – Reykt bleikja með epla salsa, jarðskokkaflögum og dill kremi
  • Aðalréttur – Fiskur dagsins –Ferskur fiskur og ferskar hugmyndir. Við hlökkum til að koma þér á óvart.
  • Eftirréttur – Súkkulaði brownie með karamellumús, saltri karamellusósu og appelsínu og gulróta sorbet

*hægt er að skipta fisk út fyrir lambakórónu fyrir 2500 kr.

Verð fyrir siglingu og forrétt, aðalrétt og eftirrétt á Kopar: 13.990 kr

INNIFALIÐ:

  • Sigling um sundin og óborganlegt útsýni.
  • Sigling og forréttur, aðalréttur og eftirréttur á veitingastaðnum Kopar eftir siglinguna.

Harpa er 21 metra löng snekkja og mjög stöðug, gott innipláss í sal og setustofu, veitingasalur og salerni. Hægt að ganga um og sitja frammá eða uppi á efra þilfari og njóta þar útsýnins.

Aldurstakmark 14 ár.

Bóka núna