UM FERÐINA
Skemmtileg sigling og borgin frá öðru sjónarhorni á meðan njótum smáréttaveislu um borð. Snekkjan opnar 30 mínútum fyrir brottför.
Við siglum úr gömlu höfninni frá bryggjunni beint fyrir neðan veitingastaðinn Kopar síðdegis og sjáum borgina frá nýrri hlið.
Siglum að eyjunum Viðey, Engey, Lundey og skoðum áður en við komum aftur í höfn eftir u.þ.b. 1,5 tíma eða um kl. 20.30.
Harpa er 21 metra löng snekkja og mjög stöðug, gott innipláss í sal og setustofu, veitingasalur og salerni. Hægt að ganga um og sitja frammá eða uppi á efra þilfari og njóta þar útsýnins.
Verð fyrir siglingu og átta rétta smárétta veislu: 13.900 kr
Tími í siglingu er u.þ.b. 1,5 klst
Brottför alla daga skv. pöntunum (miðað við greiðslu fyrir lágmark 12 gesti)
- SKEMMTILEG SIGLING UM SUNDIN
- REYKJAVÍK FRÁ NÝJUM SJÓNARHÓLI
- 8 RÉTTA SMÁRÉTTA VEISLA
- EINSTAKT ÚTSÝNI OG UPPLIFUN
INNIFALIÐ
Sigling um sundin ásamt 8 rétta smárétta veislu með stórkostlegu útsýni yfir borgina. Svo má bæta við að smáréttaveislan sé full máltíð fyrir flesta.
MATSEÐILLINN
Smáréttir:
- Parma skinka með sólþurrkuðum tómötum á brauði
- Kjúklingur með rauðlauksmarmelaði á brauði
- Reyktur lax á brauði
- Smáhamborgarar
Spjót:
- Kjúklingur á spjóti með “Butter Chicken Sauce”
- Risarækja á spjóti með Sweet Chilly sósu
- Nautakjöt á spjóti með bernaise sósu
- Ostaplatti með mismunandi ostum og meðlæti
Sætindi:
- Súkkulaðihjúpuð jarðarber eða súkkulaðikúlur