Sjóstangaveiði

Sérferð í sjóstangaveiði með fjölskylduna og/eða vinina.
Við siglum út í flóa þangað til við finnum góð fiskimið. Þorskur, Ýsa, Karfi, Ufsi, Steinbítur, Makríll eru meðal tegunda sem við fáum í okkar ferðum.

Sjóstangaveiði er skemmtilegt sport og ferðirnar okkar eru ekki hugsaðar sem magnveiði, heldur að njóta þess að veiða í góðum félagsskap, grilla fiskinn og meðlæti og hafa gaman. Mögulegt að taka umfram aflann með heim.

Siglum alla daga þegar ykkur hentar.
Hafið samband og við gefum ykkur okkar besta verð í skemmtilega ferð.

Allir saman nú

  • Skemmtileg sigling um sundin blá
  • Reykjavík frá nýjum sjónahóli
  • Sjóstangaveiði
  • Einstakt útsýni og upplifun

Ferðin:

Sigling út á sund og veiði. Gott að hafa með, góða skapið og myndavélina, því við erum með allt hitt.

Sendið okkur línu á: info@snekkjan.is, hringið í síma: 779 7779, eða fyllið út í þetta form og við munum svara um hæl.

HAFIÐ SAMBAND:

Booking

Enquiry